Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:46:36 (6570)

1997-05-15 10:46:36# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:46]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Með þessu ákvæði er verið að auka öryggi í viðskiptum. Ef menn borga ekki skuldir sínar getur skuldahafinn gengið að eignum þeirra. Kvóti er fjárverðmæti sem gengur kaupum og sölum og heimilt verður að taka veð í skipi og kvóta sameiginlega. Óeðlilegt væri að undanþiggja þessi verðmæti almennum ákvæðum. Allar eigur manna eiga að koma til álita þegar svo ber undir. Annars geta menn keypt ákveðna tegund af eign, keypt kvóta, sett sig í skuldir, selt síðan kvótann en látið aðra um að borga skuldirnar. Slíkir viðskiptahættir sem fælust í því að fiskveiðikvótinn væri utan þessara almennu ákvæða væru hvort tveggja í senn löglausir og siðlausir. Ég segi já.