Búnaðargjald

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 16:17:16 (6646)

1997-05-15 16:17:16# 121. lþ. 127.5 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[16:17]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég mun greiða atkvæði gegn 1. gr. og öllum brtt. við hana. Ég er á móti þessu frv. og tel að hér ætti heldur að leita leiða til frjálsræðisáttar. Þetta frv. er reyndar í rétta átt en gengur engan veginn nógu langt og það er mjög óréttlátt. Sérstaklega mun ég greiða atkvæði gegn 5. gr., brtt. frá hv. landbn., sem leggur sérstakt álag á þá bændur sem lenda í vanskilum. Þótt hér hafi komið fram áðan að ekki muni reiknast á það vanskilavextir er ég ekki sannfærður um að svo sé því að almennt greiða menn vanskilavexti á skuldir sem þeir greiða ekki.