Vegáætlun 1997 og 1998

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 17:27:19 (6657)

1997-05-15 17:27:19# 121. lþ. 127.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997 og 1998# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[17:27]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 9. þm. Reykn. spurði hvort ég hefði lagt til að vegáætlun yrði nú afgreidd til tveggja ára. Ég var meðmæltur því af þeirri ástæðu að vinna við vegáætlun var ekki það langt komið að við teldum að við gætum lagt fram vegáætlun til fjögurra ára sem hægt yrði að byggja á, einfaldlega vegna þeirra miklu framkvæmda og þenslu sem er í þjóðfélaginu og töldum af þeim ástæðum skynsamlegra að leggja vegáætlun fyrir á hausti komanda sem tæki til áranna 1998--2001, með öðrum orðum næði einu ári lengra fram í tímann. Eins og ég segi þá var það einungis vegna þess að við töldum okkur ekki í stöðu til þess núna að leggja vegáætlunina fram þannig að á henni mætti byggja. Við töldum þetta betri kost.