Lánasjóður íslenskra námsmanna

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 22:30:58 (6781)

1997-05-16 22:30:58# 121. lþ. 128.1 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[22:30]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Gefin loforð um lækkun endurgreiðslu eru aðeins efnd að litlum hluta og alls ekki gagnvart sumum. Hún lækkar ekki hjá þeim sem hafa 93 þús. kr. mánaðarlaun eða minna ef þetta ákvæði verður lögfest. Þetta varðar því afkomu fjölmargra stétta og má sérstaklega nefna uppeldisstéttir þar sem konur eru fjölmennar eins og öllum er kunnugt. Það er mikið alvörumál að meiri hluti þingmanna skyldi fella þá brtt. minni hlutans sem kom áðan til atkvæða en sú breyting hefði rétt hlut þessa hóps. Ég segi nei við þessari brtt.