Lánasjóður íslenskra námsmanna

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 22:33:41 (6782)

1997-05-16 22:33:41# 121. lþ. 128.1 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[22:33]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að fjalla um þá grein sem hefur gegnt því ágæta nafni svigrúmsgreinin en líkur hafa verið leiddar að því að þá fækkun sem orðið hefur í röðum þeirra sem leggja stund á tækni- eða raungreinanám og einnig fækkun barnafólks í námi megi einkum skýra með þröngri túlkun og ósveigjanlegum reglum stjórnar lánasjóðsins. Sá texti sem meiri hlutinn leggur til til að auka svigrúm er ekki í samræmi við þann vilja sem mátt hefur greina einnig í röðum stjórnarliða til að mæta þessari alvarlegu stöðu. Minni hlutinn leggur því til ítarlegri texta sem segir hvað menn raunverulega vilja því reynslan segir að það þurfi að standa skýrum stöfum í lagatextanum. Ég segi því já.