Járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 22:53:01 (6788)

1997-05-16 22:53:01# 121. lþ. 128.3 fundur 475. mál: #A járnblendiverksmiðja í Hvalfirði# (eignaraðild, stækkun) frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[22:53]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Frv. fjallar ekki um starfsemi járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði né starfsskilyrði heldur aðeins um eignaraðild. Fyrir mér er ekkert höfuðatriði hvernig eignaraðild er háttað heldur hitt hvaða reglur gilda um starfsemina, að þær tryggi góð vinnuskilyrði, að skaðsemi á umhverfi og náttúru verði sem allra minnst og að eðlilegur fjárhagslegur hagnaður verði af starfseminni. Þær breytingar á eignaraðild sem eru lagðar til eru hins vegar forsenda fyrir stækkun verksmiðjunnar sem þýðir auknar virkjanir og umhverfisspjöll á hálendinu. Sú aukna framleiðslugeta sem stefnt er að mun m.a. hafa í för með sér losun koltvíoxíðs sem nemur nær 170 þúsund tonnum á ári.

Ég er í grundvallaratriðum andvíg aukinni stóriðju á Íslandi og greiði því atkvæði gegn frv.