Búnaðargjald

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 23:32:07 (6793)

1997-05-16 23:32:07# 121. lþ. 128.29 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., EgJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[23:32]

Egill Jónsson:

Virðulegi forseti. Í síðari ræðu sinni í gær um þetta mál komu fram í máli hæstv. landbrh. þrjár afar mikilvægar áréttingar í sambandi við þessa löggjöf og þá umræðu sem fór fram um þetta mál. Þær voru í fyrsta lagi að lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins yrðu endurskoðuð, í öðru lagi að eðlilegt vinnulag við skiptingu búnaðarmálasjóðsgjalds væri að búnaðarsamtökin önnuðust þá skiptingu og í þriðja lagi, og það sem mér finnst reyndar mikilvægast, að sanngjarnt væri að hlutur búnaðarsambandanna yrði bættur í þessari skiptingu.

Þrátt fyrir þessar mikilvægu áherslur sem komu fram í máli ráðherrans breyta þær auðvitað ekki efni frv. og þess vegna er ég því andvígur.