1997-05-17 00:12:01# 121. lþ. 129.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997 og 1998# þál., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[24:12]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt því nefndaráliti sem meiri hluti samgrn. hefur skilað fara menn í það að gera fjögurra ára áætlun frá 1998--2001. Ef menn skoða spá Þjóðhagsstofnunar kemur fram þar að stofnunin gerir ráð fyrir 9% falli í fjárfestingu þegar á árinu 1999. Það er því skynsamlegt af meiri hluta samgn. við þær aðstæður þegar málin skýrast, þegar á næsta hausti, og við undirbúning þessarar áætlunar frá 1998--2001 að hafa þá mynd undir. Ég tel, og ég tel að það sé skoðun beggja stjórnarflokkanna, að þá hljóti að koma til verulegt átak í vegagerð til að mæta því falli í fjárfestingum sem þá verður. Vegagerð er arðvænleg fjárfesting sem tengir og treystir byggð landsins og það er stefna sem stjórnarflokkarnir fylgja báðir fast eftir. Ákvörðun meiri hluta samgn. var gerð í fullu samkomulagi við hæstv. samgrh., við mig og hæstv. utanrrh., formann Framsfl.