1997-05-17 00:13:00# 121. lþ. 129.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997 og 1998# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[24:13]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin sem voru skýr og afdráttarlaus að þessu sinni og eru þau að það á áfram að skera niður í vegamálum á árinu 1998. Það á að skera niður áfram. Eins og menn hafa gert 1997 og eins og menn gerðu 1996 á að gera líka 1998.

Hins vegar á að bæta í árið 1999, á kosningaárinu. Þá ætla menn að koma með nýja vegáætlun með tölum um miklar framkvæmdir alveg eins og gert var fyrir kosningarnar 1995. Ég segi, herra forseti, að þótt ég voni innilega að hæstv. forsrh. meini það og ætli að það verði miklar vegaframkvæmdir á árinu 1999 og síðar, þá efa ég að þjóðin muni trúa því. Menn láta nefnilega ekki plata sig tvisvar í þessum efnum.