Réttindi sjúklinga

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 13:09:32 (6856)

1997-05-17 13:09:32# 121. lþ. 130.7 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:09]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er lagt til að auk þess að ráðherra setji reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði setji hann sérstakar reglur um úrræði fyrir sjúklinga vegna meintra læknamistaka óháð því hvort sök verði sönnuð eða ekki. Með þessu er verið að ítreka að málskotsréttur þurfi að vera fyrir þá sem telja sig hafa orðið fyrir mistökum. Í Danmörku eru sérstök lög um þetta og við teljum að það vanti rétt til málskots fyrir þá sem hafa lent í þessu og leggjum því þessa brtt. til við 29. gr. Ég segi já.