Samningsveð

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 13:18:29 (6861)

1997-05-17 13:18:29# 121. lþ. 130.11 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:18]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Veðsetning aflaheimilda með skipi verður heimil með frv. og með því er fyrst og fremst verið að tryggja stöðu fjármagnsstofnana eins og glöggt hefur komið í umræðunum á hinu háa Alþingi á undanförnum dögum. Ég tel að þetta muni veikja verulega sameignarákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða um að fiskstofnarnir séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta er að mínu mati mjög varhugaverð þróun sem ég get ekki stutt og greiði því atkvæði gegn frv. í heild sinni þó svo ég geti tekið undir margt af því sem kemur fram í frv. að öðru leyti en ég neyðist til að greiða atkvæði gegn því í heild sinni.