Samningsveð

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 13:20:38 (6863)

1997-05-17 13:20:38# 121. lþ. 130.11 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:20]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Fyrir ekki mörgum dögum var rætt um heyrnarleysi. Mér liggur við að spyrja um ólæsi. Í frv. þessu stendur skýrum stöfum að óheimilt sé að veðsetja kvóta. Það sjónarmið kemur jafnskýrt fram í skýringum virtra og ég undirstrika óháðra lögmanna. Það er og skýrt samkvæmt frv. að það leiðir ekki til eignarréttar á kvóta til útgerðarmanna heldur jafnvel hnykkir frv. á eignarrétti þjóðarinnar á auðlindinni. Stjórnvöld geta samkvæmt frv. hvenær sem er breytt lögum um fiskveiðistjórnun, komið á auðlindagjaldi eða hvað eina sem stjórnvöldum í framtíðinni kann að sýnast vera þjóðhagslega hagkvæmt án þess að myndist skaðabótaréttur gagnvart handhöfum aflaheimilda. Frv. takmarkar möguleika til kvótabrasks og léttir viðskipti fyrir smærri útgerðir. Því segi ég já.