Skýrsla Ríkisendurskoðunar um félagslega íbúðakerfið

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 14:01:31 (6878)

1997-05-17 14:01:31# 121. lþ. 131.95 fundur 342#B skýrsla Ríkisendurskoðunar um félagslega íbúðakerfið# (umræður utan dagskrár), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[14:01]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég hef fullt traust á þessum tveimur ráðherrum sem hér hafa verið bornir sökum mjög ómaklega. Mér finnst þessi málatilbúnaður núna gagnvart hæstv. félmrh. alveg fyrir neðan allar hellur. Þegar þingmenn Alþfl. koma hér upp og nota Ólaf Jóhannesson prófessor til að berja á félmrh. er það afskaplega óviðfeldið.

Ég var hins vegar staddur í þessum sal, reyndar hér uppi, þegar þingmenn sama flokks veittust með svívirðilegum sökum að þessum sama manni, Ólafi Jóhannessyni. Það voru stórkostlegar ásakanir og hryllilegar og ég vildi ekki búa við þá sögu að hafa gert slíka hluti.

Ef menn eru að vitna í landsdóm er rétt að menn gangi alla leiðina og beri fram tillögu og standi við það í þinginu. Mér finnst þetta vera svívirðilegar ásakanir langt úr öllu hófi.