Unnur Stefánsdóttir fyrir HjÁ

Þriðjudaginn 01. október 1996, kl. 14:33:20 (4)

1996-10-01 14:33:20# 121. lþ. 0.92 fundur 20#B varamaður tekur þingsæti#, Aldursforseti RA
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur

[14:33]

Aldursforseti (Ragnar Arnalds):

Borist hafa tvö önnur bréf. Hið fyrra er svohljóðandi:

,,30. september 1996.

Þar sem Hjálmar Árnason, 7. þm. Reykn., er erlendis og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 2. varaþingmaður Framsfl. í Reykn., Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans og forföllum 1. varaþingmanns flokksins í Reykjaneskjördæmi.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Valgerður Sverrisdóttir,

formaður þingflokks Framsfl.``

Síðara bréfið er frá 1. varaþingmanni Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, svohljóðandi:

,,Reykjanesbæ, 27. september 1996.

Undirrituð hefur verið beðin um að taka sæti á Alþingi Íslendinga við upphaf þings haustið 1996. Ég biðst velvirðingar á því að vegna anna get ég því miður ekki tekið sæti á Alþingi Íslendinga í byrjun október 1996.

Virðingarfyllst,

Drífa Sigfúsdóttir, varaþingmaður.``

Kjörbréf Unnar Stefánsdóttur hefur verið samþykkt. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og unnið drengskaparheit. Ég býð hana velkomna til þingstarfa.

[14:35]