Kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

Miðvikudaginn 02. október 1996, kl. 13:35:50 (10)

1996-10-02 13:35:50# 121. lþ. 1.1 fundur 4#B kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur

[13:35]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þingskapa skal fara fram kosning sex varaforseta. Það er tillaga forseta að að þessu sinni verði einungis kosnir fjórir varaforsetar. Því mun forseti leita afbrigða frá þingsköpum um að kosning 5. og 6. varaforseta fari ekki fram að svo stöddu. Verður þeirra afbrigða nú leitað með atkvæðagreiðslu.