Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 07. október 1996, kl. 15:07:53 (34)

1996-10-07 15:07:53# 121. lþ. 3.94 fundur 39#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[15:07]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Utandagskrárumræða fer fram í dag að loknum fyrirspurnum til ráðherra og atkvæðagreiðslum um skýrslur. Málshefjandi er Margrét Frímannsdóttir. Efni umræðunnar er lífskjörin og undirbúningur kjarasamninga. Forsrh. Davíð Oddsson verður til andsvara.

Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapa. Það hefur orðið samkomulag við þingflokksformenn um tilhögun umræðunnar. Gert er ráð fyrir að henni ljúki um kl. sex. Málshefjandi og ráðherra hafa allt að tólf mínútur í fyrra sinn en fimm mínútur við lok umræðunnar. Fyrstu ræðumenn annarra flokka hafa allt að átta mínútur en aðrir þingmenn og ráðherrar allt að fimm mínútur.