Afstaða íslenskra stjórnvalda til Helms-Burton laga

Mánudaginn 07. október 1996, kl. 15:17:37 (41)

1996-10-07 15:17:37# 121. lþ. 3.1 fundur 29#B afstaða íslenskra stjórnvalda til Helms-Burton laga# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[15:17]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir þessi svör og ágæt orð og fagna því að hann er Bandaríkjamönnum ekki jafnfylgispakur í þessu máli og í sumum öðrum tilvikum. Ég held að ástæða sé til að undirstrika það að hér er grundvallarmál á ferð og það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort að einstök íslensk fyrirtæki hafa beinlínis orðið fyrir barðinu á þessari stefnu bandarískra stjórnvalda eða ekki. Málið snýr líka að Íslandi sem sjálfstæðu ríki því að í nefndum lögum eru m.a. ákvæði sem heimila refsiaðgerðir gegn ríkjum, ekki aðeins fyrirtækjum eða einstaklingum, heldur einnig gegn ríkjum sem til að mynda aðstoða Kúbumenn á viðskiptasviðinu o.s.frv. Þessi lagasetning sem og stefna bandarískra stjórnvalda er hvernig sem á það er litið dæmalaus og í raun og veru fáheyrð í samskiptum ríkja, slíkur hroki og yfirgangur kemur fram í þessu tilviki. Ég hvet því hæstv. utanrrh. til þess að vera ákveðið í hópi þeirra manna sem mótmæla lagasetningunni kröftuglega og vinna að því að hún verði felld úr gildi.