Hvalveiðar

Mánudaginn 07. október 1996, kl. 15:36:27 (55)

1996-10-07 15:36:27# 121. lþ. 3.1 fundur 33#B hvalveiðar# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[15:36]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Rétt er að ítreka það að Alþingi tók þá ákvörðun á sínum tíma að mótmæla ekki núllkvóta Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þess vegna er eðlilegt að Alþingi sjálft taki ákvörðun um að breyta þeirri stefnu. Við höfum litið svo á að ríkisstjórnin ætti ekki að taka ákvörðun á grundvelli gildandi laga um hvalveiðar fyrr en Alþingi hefði sjálft tekið ákvörðun um breytta afstöðu í þessu efni. Það er einmitt verkefni þeirrar nefndar sem ég gat um að undirbúa það mál fyrir þingið. Þannig getur ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun fyrr en Alþingi hefur sjálft breytt stefnunni í þessum málum.