Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 14:24:39 (88)

1996-10-08 14:24:39# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[14:24]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Fjármagnstekjuskattslögin voru þvinguð í gegn með meiri hluta ríkisstjórnarinnar. Þau voru sett í gegn gegn vilja stjórnarandstöðunnar sem var öll á móti. (Gripið fram í.) (Fjmrh.: Þetta er rangt.)

Ég spyr því enn: Er það ekki rétt að þetta eru einu þjóðfélagsþegnarnir, lífeyrisþegar sem hafa vaxtatekjur, sem þurfa að greiða skatt, skerðingu á lífeyrisgreiðslum eða tvísköttun á tímabilinu frá 1. sept. til 1. jan.? Ég veit ekki um annan þjóðfélagshóp sem þarf að greiða skatta af þessum tekjum. Ég ítreka þessa spurningu og vonast eftir svari. Þetta er eini hópurinn sem þarf að greiða þessa skatta.