Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 14:40:37 (97)

1996-10-08 14:40:37# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[14:40]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins ítreka það sem ég sagði um menntamálin að í frv. er ekki einungis verið að tala um niðurskurð heldur er einnig um að ræða verulegan útgjaldaauka til viss hluta skólakerfisins og ég held að að öllu samanlögðu sé nokkuð vel haldið á menntamálunum í þessu frv.

Þá vil ég í lokin einungis þakka hv. þm. fyrir það að lýsa yfir stuðningi við þau markmið frv. að reyna að draga nokkuð úr yfirbyggingunni þannig að meiri fjármunir verði til annarra þarfa sem við þurfum auðvitað að sinna líka. Ég er hv. þm. þakklátur fyrir hennar stuðning.