Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 15:08:12 (100)

1996-10-08 15:08:12# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[15:08]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fjmrh. fyrir að koma upp og svara örlitlu af þeim spurningum sem ég setti fram. Ég get lýst því yfir að mér heyrist að við séum nokkuð sammála um hvað orðið frelsi merkir. Ég tel að það sé grundvallaratriði að hér ríki frelsi í viðskiptum. Það kom fram í orðum hæstv. ráðherra að svo er. Það er fátt um svör við þeim alvarlegri spurningum sem lúta að kjörum almennings. Það eru almenn svör sem koma í því efni og kannski ekki hægt að ætlast til að þau verði fleiri á þessari stundu. En fjárlagafrv. ber með sér að það er stefna hæstv. ríkisstjórnar að launahækkanir skuli ekki verða meiri en 3,5%.