Almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 09. október 1996, kl. 14:45:08 (190)

1996-10-09 14:45:08# 121. lþ. 5.3 fundur 29. mál: #A almenn hegningarlög# (barnaklám) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[14:45]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ásakað hv. þm. Bryndísi Hlöðversdóttur um að vera tilfinngavera. Nú vil ég ganga enn lengra og ásaka hana um að vera vitsmunavera. Þess vegna geri ég þá kröfu að hún skilji einföld rök þegar þau eru færð fram. Mín röksemdafærsla var nauðaeinföld. Hún var einfaldlega þessi: Sá sem kallar fram slíkt efni á tölvuskjánum er um leið að skapa markað fyrir framleiðslu á grófu barnaklámi. (Gripið fram í.) Hann er um leið að plægja jarðveginn fyrir misbeitingu, valdníðslu á saklausum (BH: En ef hann kallar það ekki fram?) börnum einhvers staðar í þriðja heiminum. Það er röksemdafærsla sem byggist á tilfinningum. (Dómsmrh.: En ef hann kallar það ekki fram?) (BH: Ef hann kallar það ekki fram?)