Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 10. október 1996, kl. 10:32:58 (204)

1996-10-10 10:32:58# 121. lþ. 6.96 fundur 42#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[10:32]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Gert er ráð fyrir að síðar í dag, væntanlega um kl. hálffjögur, verði utandagskrárumræða. Málshefjandi er Jón Kristjánsson. Efni umræðunnar er vinnsla síldar til manneldis og til andsvara verður sjútvrh. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða.

Að öðru leyti vill forseti taka fram um fundarhaldið í dag að gert er ráð fyrir að umræða um 1. dagskrármálið, Veiðileyfagjald, sem hefst nú, standi til kl. 11.30 eða 12.00. Verði henni ekki lokið þá verður henni frestað og tekið til við umræðu um 2. dagskrármálið, Fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Gert er ráð fyrir hálftíma fundarhléi að venju um eittleytið.