Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 10. október 1996, kl. 14:14:08 (237)

1996-10-10 14:14:08# 121. lþ. 6.2 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:14]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vegna vangaveltna hæstv. ráðherra um það að ég hefði áhuga á að koma hér á ríkisútgerð vil ég segja örfá orð. Ég sagðist vera á móti því að sömu aðilar og hafa aflaheimildir innan lögsögunnar og halda öðrum útgerðum í gíslingu sem leiguliðum eigi að vera þeir einu næstum því sem fá réttindin utan lögsögunnar. Mín afstaða til úthafsveiðanna, og ég vona að hún hafi komið skýrt fram áðan, er að þær eigi að vera sem frjálsastar og það sé óþarfi að spyrða saman fiskveiðarnar innan og utan lögsögunnar eða reglurnar sem um þær gilda. Ég hef engan áhuga á ríkisútgerð.