Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 10. október 1996, kl. 14:21:53 (243)

1996-10-10 14:21:53# 121. lþ. 6.2 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:21]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það væri fróðlegt að vita hvort þessi rök hafa komið úr röðum þeirra sem eru sjómenn þar sem á að skerða veiðiheimildirnar um 15%, af því að heimaflotinn hafi verið að hjálpa til. Ég hef litið svo á og hlýt að álykta það út frá þessu að alltaf sé verið að hjálpa til við einhverja hagræðingu einhvers staðar með framsalinu. Ég hélt að það væru rökin fyrir því, að það gilti ekki bara um úthafið, það gilti líka um veiðarnar innan lögsögu, að þegar menn væru að flytja veiðiheimildir á milli skipa, þá væri það vegna þess að verið væri að hjálpa til einhvers staðar við að ná frekari hagræðingu, e.t.v. að reyna eitthvað nýtt þannig að þetta svarar ekki spurningu minni.

Síðan langar mig bara til að ítreka spurningu sem kom fram og lýtur að úthafsveiðisáttmálanum, þ.e. hvenær ráðherrann hyggst mæla fyrir honum og hvort það er ásetningur ráðherrans að Alþingi fjalli og taki pólitíska afstöðu til hans áður en við förum í þessa lagasetningu.