Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 14. október 1996, kl. 15:05:18 (261)

1996-10-14 15:05:18# 121. lþ. 7.91 fundur 42#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[15:05]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að að atkvæðagreiðslum loknum sem um er getið í dagskrá fundarins hefst utandagskrárumræða. Málshefjandi er hv. 14. þm. Reykv. Kristín Ástgeirsdóttir og verður hæstv. heilbrrh. til svara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa, með öðrum orðum um er að ræða hálftíma umræðu. Efni umræðunnar er fjármál Sjúkrahúss Reykjavíkur.