Þjónustugjöld í heilsugæslu

Mánudaginn 14. október 1996, kl. 15:53:03 (274)

1996-10-14 15:53:03# 121. lþ. 7.3 fundur 6. mál: #A þjónustugjöld í heilsugæslu# (almannatryggingar, heilbrigðisþjónusta) frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[15:53]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gjarnan spyrja hv. 1. flm. hvernig hann hugsar sér að afla þessara 240 millj. sem heilsugæslan fær í gegnum þessi gjöld sem hann vill leggja af, hvernig hann hugsi sér að bæta heilsugæslunni þessa upphæð. Heildarupphæðin í framlög til heilsugæslunnar er tæplega 1,9 milljarðar svo að maður sjái þetta í samhengi. Þarna er því um verulegan hluta tekna heilsugæslunnar að ræða og þessar 240 millj. eru nálægt því að vera sú upphæð sem St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði fær frá ríkinu á fjárlögum á komandi ári væntanlega.