Þjóðsöngur Íslendinga

Mánudaginn 14. október 1996, kl. 18:21:25 (302)

1996-10-14 18:21:25# 121. lþ. 7.11 fundur 35. mál: #A þjóðsöngur Íslendinga# þál., Flm. USt (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[18:21]

Flm. (Unnur Stefánsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er spurt um þjóðsönginn og hvort fyrirmynd sé frá öðrum löndum að hafa tvo þjóðsöngva. Já, það er gert í öðrum löndum og þó það væri ekki gert gætum við Íslendingar gjarnan gert það. En hugsunin með þessari tillögu er sú að annar þjóðsöngur komi og síðan verði hægt að velja þjóðsönginn Ó, guð vors lands, eða þann þjóðsöng sem valinn yrði eftir því hvaða tækifæri er í það og það skiptið. Og ég tel það mjög eðlilegt.

Eins og fram kom í ræðu minni áðan er í mörgum tilfellum farið að nota önnur lög heldur en þjóðsönginn okkar og það er líklega einhver ástæða fyrir því þannig að ég tel rétt að við komum okkur saman um einn ákveðinn þjóðsöng sem yrði þá við hlið þessa þjóðsöngs þannig að fólk gæti valið.