Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 15. október 1996, kl. 13:34:47 (305)

1996-10-15 13:34:47# 121. lþ. 8.3 fundur 18. mál: #A stjórnarskipunarlög# (þjóðaratkvæðagreiðsla) frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[13:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Samkvæmt 42. gr. þingskapa skal lagafrv., sem felur í sér tillögu um breytingu á stjórnarskránni, vísað til sérnefndar. Forseti lítur svo á að það sé samþykkt án atkvæðagreiðslu að vísa málinu til sérnefndar. Forseti á ekki von á að þingflokkar séu viðbúnir því að leggja fram lista á þessum fundi með nöfnum níu þingmanna sem taka sæti í sérnefndinni og frestar því kosningu hennar þar til síðar en biður formenn þingflokka að taka málið til athugunar svo nefndakosning geti farið fram fljótlega.