Þingsköp Alþingis

Miðvikudaginn 16. október 1996, kl. 15:37:26 (388)

1996-10-16 15:37:26# 121. lþ. 9.4 fundur 21. mál: #A þingsköp Alþingis# (rannsóknarvald þingnefnda) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur

[15:37]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki sammála mér í því að betra sé að hafa þingnefndirnar lokaðar. Hún vill láta það vera í valdi þingnefndarinnar hverju sinni.

Ég er dálítið hræddur um, ef farið væri á annað borð að opna þingnefndirnar, að þá yrði ekkert undan því vikist að hafa alla fundi opna eftir það þannig að ef við á annað borð ætlum að hafa eitthvað opið, þá verðum við að hafa allt opið. Ég er hræddur um að umræður í nefndinni yrðu miklu yfirborðskenndari. Þær yrðu undirbúnar mun meir fyrir fram af meiri hlutanum þannig að áhrif minni hluta í viðkomandi þingnefndum yrði mun minna en hefur verið og svona í mínum huga mundi lýðræðisleg umfjöllun þingmanna sín á milli í þingnefndum minnka.