Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 15:35:34 (446)

1996-10-17 15:35:34# 121. lþ. 10.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[15:35]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er akkúrat það sem ég var að tala um. Til þess að Alþingi geti haldið sterkri stöðu gagnvart framkvæmdarvaldinu þá verður það að gæta þess að farið sé að fjárlögum alls staðar. Í fjárlögum fyrir 1996 stendur að til þessara framkvæmda eigi að verja 44 milljónum. Forsn. tekur svo ákvörðun um að auka þá fjárveitingu um 50 milljónir án þess að hafa leyfi til. Ég er einmitt að tala um það að við þurfum að gæta virðingar og stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu því eftir höfðinu dansa limirnir. Ef forstjórar ríkisfyrirtækja sjá að hið háa Alþingi leyfir sér að fara 114% fram úr fjárlögum, hvað munu þeir þá geta gert? Og hver er þá staða Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu?