Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 15:56:46 (451)

1996-10-17 15:56:46# 121. lþ. 10.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[15:56]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get því miður ekki svarað þessu svo tæmandi sé. Ég hygg að yfirgnæfandi flestir séu hættir störfum og í hópnum eru að sjálfsögðu líka eftirlifandi makar. Flest þetta fólk er komið yfir sjötugsaldur því að eins og allir vita var starfsemi bankans hætt fyrir allmörgum árum síðan.

Það kann að vera að til skamms tíma hafi einhverjir verið að störfum en ég býst við því að í þessum efnum eins og víðast annars staðar fái fólk ekki eftirlaunin fyrr en eftir tiltekinn aldur. En ég get utan þessa fundar reynt að afla ítarlegri upplýsinga um málið og skal koma þeim til þingmannsins, en því miður hef ég ekki þessar upplýsingar nákvæmlega hjá mér.