Tóbaksverð og vísitala

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 16:37:39 (464)

1996-10-17 16:37:39# 121. lþ. 10.11 fundur 82. mál: #A tóbaksverð og vísitala# þál., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[16:37]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Vandi þessa máls er greinilega sá að hæstv. fjmrh. gerir sér ekki grein fyrir því að það er munur á tóbaki og öðrum varningi. Það hefur verið tekin um það ákvörðun af Alþingi Íslendinga í lögum að með þennan varning skuli farið öðruvísi en gengur og gerist með hverja aðra vöru í landinu. Þess vegna eru til tóbaksvarnalög. Þess vegna er til tóbaksvarnanefnd. Og það er alveg augljóst mál finnst mér af orðum hæstv. ráðherra að hann gerir sér ekki grein fyrir þessum grundvallarmun. Þess vegna endurtek ég ósk mína um það að hann fallist á að þessi regla eða listi komi ekki til framkvæmda fyrr en hv. heilbr.- og trn. hefur farið nákvæmlega ofan í saumana á þessu máli.