Tóbaksverð og vísitala

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 17:08:30 (472)

1996-10-17 17:08:30# 121. lþ. 10.11 fundur 82. mál: #A tóbaksverð og vísitala# þál., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[17:08]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka af allan vafa um það að ég er ekki með nokkru móti að ásaka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur fyrir nokkurt það sem ámælisvert er. Þvert á móti tel ég að hún hafi staðið sig afar vel í þessu. Hún hefur sagt að það sem ríkisstjórnin er að gera, það sem hæstv. fjmrh. er að gera í dag, er að hann er að beita sér fyrir aðgerðum sem, svo að ég noti orð hv. þm., stórauka tóbaksneyslu ungra Íslendinga. Það er í andstöðu við heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Það er í andstöðu við vilja hæstv. heilbrrh. Það er í andstöðu við vilja þessa þings eins og fram kom í fyrra. Og hv. þm. Siv Friðleifsdóttir hefur sagt: ,,Þetta er mín sannfæring.`` Síðan bætti hún við: ,,Það má vel vera að það þurfi að beygja hana.`` En hv. þm. Siv Friðleifsdóttir hefur ekki leyfi til þess að láta beygja sína sannfæringu. Við vitum hver hún er og stjórnarskráin bannar henni að láta beygja sig. Hún á að fara eftir sinni sannfæringu og stjórnarskráin hlýtur að hafa forgang umfram vilja eins aums hæstv. ráðherra.