Tóbaksverð og vísitala

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 17:54:05 (489)

1996-10-17 17:54:05# 121. lþ. 10.11 fundur 82. mál: #A tóbaksverð og vísitala# þál., heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[17:54]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að halda langa ræðu. Ég ætla aðeins að leiðrétta hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Hann sagði áðan að ég hefði talið að hæstv. fjmrh. væri að brjóta lög. Það sagði ég aldrei. (Gripið fram í.) Það sagði ég aldrei. Ég sagði einfaldlega hvort það væri nauðsynlegt lögum samkvæmt að opna fremur (Gripið fram í.) innflutning. Það er það sem ég sagði (Gripið fram í.) og nú ætla ég að biðja hæstv. forseta að ...

(Forseti (GÁ): Stillingu í þingsal.)

Þetta var mynduglega gert. Það er rétt að upplýsa hv. þm. um það að hann fær öll skjöl um þau mál og að tóbaksvarnanefnd var með mjög ákveðna afstöðu í þessu máli og sendi stjórn ÁTVR sitt álit og heilbrrn. tók undir það álit heils hugar. Það er allur sannleikur málsins og nú liggur hann fyrir og þá held ég að þessari umræðu hljóti brátt að vera lokið.