För sjávarútvegsráðherra til Japans

Mánudaginn 28. október 1996, kl. 15:11:56 (499)

1996-10-28 15:11:56# 121. lþ. 11.2 fundur 47#B för sjávarútvegsráðherra til Japans# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[15:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Mér skilst af orðum hæstv. sjútvrh. að hann hafi verið í Japan í boði japanskra yfirvalda ef ég skil það rétt og hafi sinnt erindum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. En ég fékk ekki svar hjá hæstv. ráðherra um það hvort öðrum fyrirtækjum hafi verið gefinn kostur á að notfæra sér veru ráðherrans í Japan til að liðka fyrir um viðskipti sín á svæðinu. Vildi ég gjarnan fá svar frá hæstv. ráðherra um það hvort öðrum fyrirtækjum hafi verið gefinn kostur á þessu. Það er eðlilegt að ráðherrann láti fyrirtæki sem hafa hagsmuna að gæta þarna njóta þess þegar hann er á ferðinni. Ég vil gjarnan fá skýr svör um það hvort fleiri en SH hafi getað notfært sér það í ferð ráðherrans til Japans.