Hraðamælar í bifreiðum

Mánudaginn 28. október 1996, kl. 15:24:32 (509)

1996-10-28 15:24:32# 121. lþ. 11.2 fundur 49#B hraðamælar í bifreiðum# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[15:24]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Mér er að vísu ekki alveg kunnugt um hversu nákvæmir hraðamælar í bílum eru en ráðuneytinu hafa borist ábendingar um að það sé svo, a.m.k. í einhverjum tilvikum, að mismunur sé á því hvað hraðamælar sýna og hver sé raunverulegur hraði bifreiðar. Af því tilefni hefur Umferðarráði verið falið að gera á því athugun sem ég vona að muni leiða í ljós hver raunveruleikinn er í þessu efni. Ef ég man rétt munu reglur Evrópusambandsins sem eru í gildi hér á landi um þessi efni leyfa ákveðin frávik í upp á við og niður á við en ég kann nú ekki alveg að fara með þau mörk sem þar um rætt. En ég hygg að ég fari rétt með að í þeim reglum eru heimildir til þess að hraðamælar víki í einhverju frá raunverulegum hraða.