Þingsköp Alþingis

Mánudaginn 28. október 1996, kl. 18:04:52 (547)

1996-10-28 18:04:52# 121. lþ. 11.9 fundur 21. mál: #A þingsköp Alþingis# (rannsóknarvald þingnefnda) frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[18:04]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. síðasta ræðumanni fyrir orð hans. Hann tekur undir það sem fram kom hjá aðalforseta þingsins, hv. þm. Ólafi G. Einarssyni, að það þyrfti að skoða það að breyta þeim vinnubrögðum að mál séu afgreidd hér á færibandi tvisvar yfir þingtímann. Mér fannst hann leggja sömu áherslu og forseti þingsins þar sem hann talaði um mál þingmanna þyrftu að fá meiri og betri og efnislegri umfjöllun og afgreiðslu í þingnefndum heldur en þau hafa gert hingað til.