Öryggi raforkuvirkja

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:02:01 (557)

1996-10-29 14:02:01# 121. lþ. 12.5 fundur 73. mál: #A öryggi raforkuvirkja# frv., iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:02]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Hv. þm. spurði um hvað yrði um starfsmenn Rafmagnseftirlits ríkisins við þessa breytingu. Í frv. til laga um Löggildingarstofu sem hér verður til umfjöllunar á eftir, í ákvæði til bráðabirgða stendur, með leyfi forseta: ,,Starfsmenn Löggildingarstofunnar og Rafmagnseftirlits ríkisins skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um sambærileg störf hjá hinni nýju stofnun.`` Það er því gert ráð fyrir því að þeir geti fengið störf þar þannig að það er ekki, hv. þm., verið að auka á óvissu með þessu frv.

Ég tek undir og ég fagna viðbrögðum hv. þm. við frv. vegna þess að það eru kannski fáir sem betur þekkja til en hv. þm. um það hvers konar ófremdarástand hefur verið í þessum málum frá því að þessi reglugerð var sett 1993 og það er nauðsynlegt að taka á því með skýrri lagasetningu.