Löggildingarstofa

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:10:31 (561)

1996-10-29 14:10:31# 121. lþ. 12.6 fundur 74. mál: #A Löggildingarstofa# frv., GHall
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:10]

Guðmundur Hallvarðsson:

Virðulegi forseti. Ég er ekki með ræðu um þetta mál heldur aðeins fyrirspurn til hæstv. iðnrh.

Í fyrsta lagi. Hvar kemur þetta nýja frv. við EES-samkomulagið? Er það EES-samkomulagið sem knýr á um að slík breyting sé gerð sem felst í þessu frv. til laga um Löggildingarstofu?

Í annan stað vildi ég líka spyrja hæstv. ráðherra að því hvort þessi lög séu sett í samráði og samstarfi við þá aðila sem um þennan málaflokk hafa fjallað, þ.e. þá aðila sem eru í Landssambandi ísl. rafverktaka. Líka það hvort því markaðseftirliti sem þarf að vera hvað áhrærir innfluttar rafmagnsvörur hafi þegar verið skipaður staður, þ.e. hvort Bifreiðaskoðun Íslands hafi tekið þennan þátt að sér.