Löggildingarstofa

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:23:15 (567)

1996-10-29 14:23:15# 121. lþ. 12.6 fundur 74. mál: #A Löggildingarstofa# frv., GHall
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:23]

Guðmundur Hallvarðsson:

Virðulegi forseti. Það voru tvö mál auk annarra sem ég beindi til hæstv. iðnrh. sem ekki komu svör við.

Það er í fyrsta lagi hvort þetta frv. til laga um Löggildingarstofu sé gert í fullu samstarfi og sátt við Landssamband ísl. rafverktaka, vegna þess að fréttir bárust af því að nú um helgina hefðu þeir haldið sitt landsþing á Akureyri og þar hafi gengið á ýmsu varðandi einmitt þetta mál.

Í annan stað spurði ég hvort að þetta markaðseftirlit væri komið nú til húsa í Bifreiðaskoðun Íslands og ég vil bæta við spurningu í viðbót um það sem að vísu kemur hérna fram frá fjmrn. varðandi kostnað ráðuneytisins sjálfs, hvort það sé ljóst að kostnaður sem af þessu hlýst verði ekki meiri en nú er og hvort þeir neytendur sem þurfa á þessari þjónustu að halda komi til með að greiða hærri kostnað vegna þess umfangs sem virðist verða miklu meira þegar grannt er skoðað hvaða áhrif þetta frv. til laga um Löggildingarstofu hefur.