Brunatryggingar

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:30:33 (570)

1996-10-29 14:30:33# 121. lþ. 12.7 fundur 75. mál: #A brunatryggingar# (umsýslugjald) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:30]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er verið að bregðast við athugasemdum sem hafa komið fram frá umboðsmanni Alþingis sem telur að umrætt gjald sem tekið hafi verið hafi ekki lagastoð. Það segir okkur dálitla sögu um að við þurfum að vera á varðbergi hve mikið við framseljum af reglugerðarvaldi til framkvæmdarvaldsins og með hvaða hætti það er gert. Ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. ráðherra þar sem hann telur að með þessu ákvæði frv. sé gert ráð fyrir óbreyttu gjaldi en í frv. til fjárlaga kemur fram að gert sé ráð fyrir tekjuauka upp á 15 millj. kr. og sagt að sá tekjuauki skýrist af þessu umsýslugjaldi. Mér finnst gæta þarna nokkurs ósamræmis og bið um skýringu á því.