Brunatryggingar

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:32:57 (572)

1996-10-29 14:32:57# 121. lþ. 12.7 fundur 75. mál: #A brunatryggingar# (umsýslugjald) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:32]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því sem fram kemur hjá hæstv. ráðherra. Það staðfestir það sem ég hef sagt að þetta er ekki í samræmi við það sem er í frv. til fjárlaga. Það þarf auðvitað að taka mið af því við fjárlagaafgreiðsluna að gert er ráð fyrir 15 millj. kr. meiri tekjum inn í þetta apparat heldur en ráðherrann gerði ráð fyrir. Ég fagna því að hann standi svona vel í ístaðinu vegna þess að þetta er gjald sem kemur á húseigendur og virðist nóg samt þannig að ég fagna þessu.

Ég sé á frv. að ekki er hægt að breyta þessu gjaldi nema með lögum. Það er ekki hægt að breyta þessu með reglugerð og það tel ég mjög skynsamlegt.