Brunatryggingar

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:42:21 (574)

1996-10-29 14:42:21# 121. lþ. 12.7 fundur 75. mál: #A brunatryggingar# (umsýslugjald) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:42]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að rifja upp þá hörmungarsögu sem í kringum þetta mál hefur verið. Ég minnti á það áðan við umræðuna að stjórnarandstaðan á sínum tíma varaði mjög við þessu gjaldi og hvernig það kom til. Það er rétt hjá hv. þm. að meinleg villa er í 1. gr. og mér þykir það miður. Í staðinn fyrir ,,hennar`` á auðvitað að standa: þess. Það er eðlilegt að veita tryggingafélögunum þetta svigrúm, 45 daga, til að greiða gjaldið til Fasteignamatsins en er óháð því hvort viðkomandi einstaklingar hafi staðið skil á gjaldinu til viðkomandi vátryggingafélags.

Hvort ríkið hyggist endurgreiða, eins og hv. þm. orðaði það, oftekin gjöld, þá stendur það ekki til. Það er hins vegar verið að tryggja lagagrundvöllinn fyrir þessu gjaldi til framtíðar og verið að ganga að þeim ábendingum sem umboðsmaður Alþingis vakti athygli viðskrh. á.