Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:54:33 (583)

1996-10-29 14:54:33# 121. lþ. 12.97 fundur 62#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:54]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill árétta það sem hann sagði hér áður að hann gat þess í upphafi fundar að við það væri miðað --- um áætlun var að sönnu að ræða --- að umræðu um átta fyrstu dagskrármálin og afgreiðslu þeirra yrði lokið um fjögurleytið. Það hefur gengið hraðar en ráð var fyrir gert. Hins vegar hafa þingmenn tekið mið af þeim skilaboðum forseta. Aukin heldur hefur komið fram skýr ósk af hálfu frummælenda í 9., 10. og 11. dagskármálinu að hæstv. ráðherra verði hér viðstaddur og fer forseti eindregið þess á leit að sú ósk verði virt. Forseti mun því halda þeirri áætlun sem hann nefndi áðan. Hæstv. ráðherra hefur þegar tekið til máls tvisvar um stjórn fundarins. (Iðnrh.: Ég er tilbúinn til að halda áfram núna með þessi mál en ég bið þá um frestun á utandagskrárumræðunni.) Ef þannig er í pottinn búið að hæstv. ráðherra getur ekki verið hér kl. fjögur þá sér forseti ekki önnur ráð að svo komnu máli en að gera tíu mínútna hlé á þessum fundi og að við ráðum ráðum okkar og reynum að koma þannig málum fyrir að hægt verði að afgreiða þau mál sem hér var tilkynnt um í upphafi fundar. Fundinum er frestað.