Utandagskrárumræða um Landsvirkjun

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 15:57:12 (599)

1996-10-29 15:57:12# 121. lþ. 12.98 fundur 63#B utandagskrárumræða um Landsvirkjun# (um fundarstjórn), SvG
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[15:57]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Þannig háttar til að ég óskaði eftir því fyrr í dag að hér færi fram umræða utan dagskrár um þá leyniskýrslu sem hæstv. iðnrh. ætlar að fara að kynna núna á blaðamannafundi og ég píndi hæstv. ráðherra til þess að koma í utandagskrárumræðu á undan blaðamannafundinum. Það var mjög erfitt verk en hann lét sig nú að lokum. Ég lét þess getið í viðtali við hann að ég ætlaði ekki að spyrja hann um neitt vegna þess að ég teldi í sjálfu sér að það væri engin þörf á því. Upplýsingar um málið lægju fyrir að svo miklu leyti sem þær hafa komið fram opinberlega. Samt sem áður tekur forseti ákvörðun um það að gefa hæstv. ráðherra orðið í lok umræðunnar, og ég spyr forseta: Hvar stendur það í þingsköpum að ráðherrar eigi alltaf að ljúka hálftíma umræðu utan dagskrár?