Fræðsla fyrir dómara á sviði jafnréttismála og mannréttinda

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 14:10:11 (625)

1996-10-30 14:10:11# 121. lþ. 14.2 fundur 37. mál: #A fræðsla fyrir dómara á sviði jafnréttismála og mannréttinda# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[14:10]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að fylgja eftir þessu máli og fagna því jafnframt að hæstv. dómsmrh. hefur hreyft málinu á sínu sviði og leitað samstarfs við aðra aðila varðandi það. Það kom fram á fundi sem haldinn var í byrjun desember í fyrra þar sem fulltrúar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ræddu um það hvernig ætti að fylgja eftir framkvæmdaáætluninni frá Peking, að í Svíþjóð hefur verið farin sú leið að setja stjórnendur ríkisstofnana, dómara og ríkisstjórnina á námskeið í jafnréttismálum og þessum alþjóðlegu sáttmálum. Það hlýtur að vera öllum augljóst að auðvitað þurfum við að fylgja eftir öllum þessum samþykktum og sáttmálum sem við erum að gerast aðilar að og það er ekki síst þörf á því hvað varðar jafnréttismál því að þar erum við því miður á eftir ýmsum öðrum þjóðum, m.a. Norðurlandaþjóðunum sem við berum okkur nú saman við. Ég vil því bara hvetja hæstv. dómsmrh. til að fylgja þessu enn betur eftir og hann væri nú maður að meiri ef hann byggi til slíkt námskeið fyrir ríkisstjórnina líka.