Læknavakt í Hafnarfirði

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 15:05:01 (646)

1996-10-30 15:05:01# 121. lþ. 14.8 fundur 78. mál: #A læknavakt í Hafnarfirði# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[15:05]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. málshefjanda og þakka honum fyrir þessa umræðu í dag. Mér finnst þær lýsingar, sem hæstv. heilbrrh. hefur gefið á ástandinu, ekki passa alls kostar við þær upplýsingar sem við, íbúar á þessu svæði, höfum. Ef þær eru réttar og að þetta sé fullkomlega ásættanlegt ástand hlyti svipað ástand að vera ásættanlegt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og ætti þar með að geta leitt til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Ég hins vegar trúi því ekki. Og ég trúi hreinlega ekki öðru en hæstv. heilbrrh. geri þær ráðstafanir sem þarf til þess að koma þessu máli í fyrra horf.