Símatorg

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 16:12:06 (676)

1996-10-30 16:12:06# 121. lþ. 14.15 fundur 95. mál: #A Símatorg# fsp. (til munnl.) frá samgrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[16:12]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fyrir þessa fyrirspurn vegna þess að líklega eru 3--4 ár frá því að ég og hv. þm. Össur Skarphéðinsson lögðum fram slíka fyrirspurn fyrir hæstv. samgrh. einmitt í þessum dúr. Við fengum þá hins vegar ekki fullkomin svör við þeirri spurningu hvort virkilega væri lokað fyrir síma hjá því fólki sem hefði hringt í og notað sér þessa þjónustu.

Annað mál er hins vegar það og kannski vaknar upp sú spurning: Er orðið um allverulega tekjulind hjá Pósti og síma að ræða varðandi þetta Símatorg? Ég þekki foreldra sem hafa lent í vanda vegna þess að unglingar hafi verið að hringja í þessa símalínu í tíma og ótíma og ekki gáð að sér hversu dýrt þetta raunverulega er. Það væri kannski full ástæða til að fá upplýsingar um það hversu miklar tekjur Pósts og síma eru af þessari vafasömu þjónustu.