Takmarkanir á aðgangi að Símatorgi

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 16:22:23 (681)

1996-10-30 16:22:23# 121. lþ. 14.16 fundur 96. mál: #A takmarkanir á aðgangi að Símatorgi# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[16:22]

Fyrirspyrjandi (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hans og fagna því að reglugerð um Símatorgið skuli vera í endurskoðun og vonast til að tekið verði á þessum málum eins og hann nefndi og ætla ég ekki að fara að endurtaka það. Þarna er verið að leggja ýmislegt til sem ég tel vera til bóta.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stærra vandamál eins og hæstv. ráðherra benti á. Þetta er vandamál sem er alþjóðlegt. Engu að síður tel ég eðlilegt að Póstur og sími, sem getur tekið í taumana varðandi þá þjónustu sem snýr að okkur Íslendingum og er veitt á íslensku, taki þá á málum og hefti a.m.k. aðang að þeirri þjónustu sem getur talist ósiðleg eins og hæstv. ráðherra kom inn á. Ég fagna því að menn í samgrn. skuli vera að taka á þessum málum og bíð eftir að sjá hvað úr verður.